Kæligátt
- allt um kælingu á fiski

Skynmat á soðnum flökum


Torry-skalinn.

Við skynmat á soðnum fiski er víða stuðst við breskan einkunnastiga sem þróaður var á Torry-stofnuninni í Aberdeen í Skotlandi. Sá einkunnastigi nær frá 10, sem gefið er fyrir alveg ferskan fisk og niður í 3. Talið er ástæðulaust að vera með lýsingar fyrir neðan 3 enda fiskurinn þá orðinn óhæfur til neyslu. Torry skalinn er mikið notaður í fiskiðnaði sumra landa og af kaupendum fiskafurða. Torry einkunnaskalinn hefur verið þróaður fyrir magran, meðalfeitan og feitan fisk.

Upphaf ferskleikarýrnunar fisks einkennist af frekar hlutlausu bragði, en þá hefur fiskurinn ekki lengur þá lykt og bragð sem einkennir ferskan fisk eins og sætt bragð og lykt (þ.e. lok ferskleikatímabils: Torry einkunn = 7). Þá fer að verða vart við skemmdareinkenni (Torry einkunn = 5). Meðaltalið 5,5 hefur oft verið notað sem mörk neysluhæfni. Þá finnur hluti skynmatshóps greinileg skemmdareinkenni einsog súrt og vott af óbragði.

Torry einkunnaskala til að meta ferskleika soðins magurs fisks eins og þorsk má sjá hér.Thorskur_bordi_www.kaeligatt.is_edited_ready

Útlit síðu:

Tungumál


Þetta vefsvæði byggir á Eplica