Kæligátt
- allt um kælingu á fiski

Skynmat á heilum fiski


EU-flokkun.
Í Evrópu er algengasta aðferðin við skynmat á heilum fiski svonefnd Evrópusambandsflokkun sem sýnd er í tilskipun Evrópusambandsins nr. 2406/96 eins og sjá má hér.

Í Evrópusambandsflokkuninni eru þrír flokkar; E (extra), A og B og síðan úrkast eða óhæft til manneldis fyrir neðan B eins og sjá má hér.

Þessi flokkun á heilum fiski er áratugagömul og gefur fremur takmarkaðar upplýsingar um ástand hráefnis þar sem gæðaeinkenni geta stangast á. Einkenni gæðaflokkunar er að fiskurinn er flokkaður í ákveðna gæðaflokka eftir margskonar gæðaeinkennum. Þessi aðferð er fljótleg, en ef gæðaeinkenni stangast á er erfitt að flokka nema matsmaðurinn sé mjög þjálfaður. Ef gæðaeinkenni stangast á skal nota láta mat á tálknum (lykt og útlit) ráða, því tálknin gefa ferskleika fisksins best til kynna.

Gæðastuðulsaðferð (QIM). Þróuð hefur aðferð til að meta ferskleika fisks sem er fljótleg, hlutlæg og hefur nokkra ótvíræða kosti. Aðferðin hefur verið nefnd gæðastuðulsaðferðin eða Quality Index Method (QIM) á ensku og er upprunalega frá Ástralíu. Aðferðin felur í sér að hver gæðaþáttur (t.d. lykt af tálknum eða litur augna) er metinn og gefin einkunn á bilinu 0-1, 0-2, eða 0-3 eftir vægi þáttarins. Þessar einkunnir eru síðan lagðar saman í heildareinkunn, svonefndan gæðastuðul sem fylgja á beinni línu eftir geymslutíma í ís.

Aaðferðin hefur verið þróuð fyrir ýmsar fisktegundir og afurðir og er mikið notuð í kennslu og rannsóknum. Hún er mjög hentug til kennslu og þjálfunar og samræmingar á mati, ekki síst vegna nákvæmra leiðbeininga. Frekari upplýsingar um aðferðina eru á heimasíðu QIM-EUROFISH, meðal annars einkunnaskala til að meta ferskleika nokkurra algengra fisktegunda á ýmsum tungumálum, þar á meðal íslensku, ensku, norsku, spænsku, frönsku og þýsku.

Einkunnaskala til að meta ferskleika þorsks og ýsu má sjá hér.

 Thorskur_bordi_www.kaeligatt.is_edited_ready

Útlit síðu:

Tungumál


Þetta vefsvæði byggir á Eplica